Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 02. júlí 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Remy til Benevento - Taka ekki Obi Mikel og Schurrle
Loic Remy, fyrrum framherji Chelsea, hefur gengið frá þriggja ára samninga við nýliða Benevento í Serie A.

Benevento tryggði sér sigur í Serie B á mánudaginn og forráðamenn félagsins vilja bæta við reynslu í hópinn fyrir næsta tímabil í Serie A.

Hinn 33 ára gamli Remy hefur verið hjá Lille síðan árið 2018 en hann hefur meðal annars leikið með Newcastle og QPR á ferlinum.

John Obi Mikel og Andre Schurrle, tveir aðrir fyrrum leikmenn Chelsea, voru einnig til skoðunar hjá Benevento en á endanum ákvað félagið að semja ekki við þá.

Obi Mikel er félagslaus í dag en Schurrle er á láni hjá Spartak Moskvu frá Borussia Dortmund.
Athugasemdir
banner