- Grótta gerði jafntefli við Aftureldingu í Lengjudeild kvenna í kvöld.

„Svekkjandi að hafa ekki unnið leikinn, en við spiluðum ekki upp á okkar besta í dag“ segir Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Gróttu eftir 0-0 jafntefli við Aftureldingu á Vivaldi vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 0 - 0 Afturelding
„Það vantaði meiri orku í okkur og við vorum allt of stressaðar.“
Tinna Brá varði víti undir lok fyrri hálfleik og var virkilega góð í markinu í kvöld.
„Ég var bara búin að ákveða horn um leið og hann dæmdi og fór bara ákveðið í það.“
Grótta eru nýliðar í deildinni og hafa ekki tapað leik síðan deildin byrjaði. Tinna segir að liðið sé strax byrjað að hugsa um næsta leik en sá leikur er á móti Víking R.
„Við þurfum bara að vera ákveðnar, spila upp á okkar besta og vera bara ákveðnar að sækja.“
Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir