Independent segir í dag að franska félagið Lyon hafi sett verðmiða á belgíska vængmanninn Malick Fofana.
Fofana er 20 ára gamall og einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum um þessar mundir.
Mörg félög eru í leit að vængmanni fyrir komandi leiktíð og hafa félög á borð við Arsenal, Bayern München, Chelsea, Leipzig, Liverpool og Napoli öll verið að fylgjast náið með honum.
Samkvæmt Independent vill Lyon fá 60-70 milljónir evra fyrir Fofana en gæti mögulega selt hann á lægra verði vegna fjárhagslegra erfiðleika.
Búið er að dæma Lyon niður í frönsku B-deildina en það ætlar að áfrýja ákvörðun franska sambandsins og á meðan reyna að selja leikmenn til þess að koma rekstrinum í betra horf.
Fofana skoraði 11 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili og getur spilað í flestum sóknarstöðunum sem gerir hann auðvitað meira aðlaðandi fyrir áhugasöm félög.
Athugasemdir