Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Markakóngurinn á leið aftur í Seríu A
Mynd: EPA
Ítalski sóknarmaðurinn Ciro Immobile er á leið aftur heim til Ítalíu eftir ársdvöl í Tyrklandi en hann er að semja við Bologna í Seríu A.

Framherjinn reyndi hefur fjórum sinnum unnið gullskóinn í A-deildinni á Ítalíu.

Hann yfirgaf Lazio á síðasta ári eftir að hafa gert stórkostlega hluti með liðinu og skipti yfir í Besiktas.

Þar skoraði hann 19 mörk í öllum keppnum en hugurinn leitar heim og er hann nú nálægt því að semja við Bologna.

Fabrizio Romano segir að Immobile muni rifta samningi sínum við Besiktas og skrifa undir eins árs samning við Bologna með möguleika á öðru ári til viðbótar.

Annar reynslubolti mun einnig semja við Bologna á næstu dögum en það er sóknarsinnaði miðjumaðurinn Federico Bernardeschi sem hefur spilað í MLS-deildinni í Bandaríkjunum undanarin þrjú ár.

Hann gerði garðinn frægan hjá Fiorentina og Juventus, og var meðal annars í ítalska landsliðinu sem vann Evrópumótið árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner