Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Immobile vinnur gullskó Evrópu
36 mörk.
36 mörk.
Mynd: Getty Images
Ciro Immobile er markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar 2019/20. Það eru fimm leikir eftir í dag, en það er alveg hægt að fullyrða að hann muni enda markahæstur.

Immobile líður best í Lazio. Hann fann sig ekki hjá Dortmund eða Sevilla, en í Lazio raðar hann inn mörkunum.

Á þessu tímabili hefur hann skorað 36 mörk og jafnaði hann þar með markamet Gonzalo Higuain í ítölsku úrvalsdeildinni.

Immobile vinnur þá gullskó Evrópu en það er verðlaun sem markahæsti leikmaður í deildarkeppni Evrópu vinnur. Mörkin eru vegin upp á móti gæði deilda og er Immobile efstur, Robert Lewandowski í öðru sæti og Cristiano Ronaldo í þriðja sæti.

Ítalska úrvalsdeildin klárast í dag með fimm leikjum.

Leikir dagsins:
16:00 Spal - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Bologna - Torino
18:45 Lecce - Parma (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Sassuolo - Udinese
18:45 Genoa - Verona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner