Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 02. ágúst 2021 12:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Downing leggur skóna á hilluna
Stewart Downing hefur lagt skóna á hilluna. Hann á langan feril að baki.

Hann er uppalinn hjá Middlesbrough en hann lék 404 leiki fyrir félagið frá árunum 2001-2009 og aftur 2015-2019.

Hann lék einnig með Liverpool, Sunderland, Aston Villa, West Ham og núna síðast hjá Blackburn en samningur hans við félagið rann út í lok júní.

Hann lék 35 landsleiki fyrir England á árunum 2005-2014.
Athugasemdir
banner