mán 02. ágúst 2021 10:27
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Sögulegur sigur Kanada gegn Bandaríkjunum
Kanada í úrslitaleikinn - Bandaríkin spila um bronsið
Megan Rapinoe svekkt á meðan leikmenn Kanada fagna.
Megan Rapinoe svekkt á meðan leikmenn Kanada fagna.
Mynd: Getty Images
Kanada vann 1-0 sigur gegn Bandaríkjunum í undanúrslitum fótboltamóts kvenna á Ólympíuleikunum í Japan.

Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 74. mínútu en þá skoraði Jessie Fleming með fyrstu skottilraun Kanada á markið í leiknum.

Leikurinn var lokaður og jafn en úrslitin réðust með umræddri vítaspyrnu sem dæmd var með VAR myndbandstækninni. Bandaríska liðið átti meðal annars sláarskot þegar leitað var að jöfnunarmarki en ekki fannst það og Kanada vann 1-0.

Þetta er fyrsti sigur Kanada gegn Bandaríkjunum síðan í mars 2001 og aðeins fjórði sigur liðsins í 62 leikjum gegn Bandaríkjunum.

Bandaríkin er heimsmeistari í kvennafótbolta en liðinu mistókst að skora í þremur af fimm leikjum sínum á Ólympíuleikunum.

„Þetta er skelfilegt. Aftur gerðum við of mörg mistök og vorum langt frá okkar besta," sagði Megan Rapinoe, leikmaður bandaríska liðsins.

„Þær áttu held ég eitt skot á markið og það úr vítaspyrnu. Það er erfitt að kyngja þessu, ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég tapa fyrir Kanada og þetta er súrt. En við eigum þó enn eftir að spila um bronsið. Það er ekki liturinn sem við vildum en er þó betra en ekkert."

Klukkan 11:00 mætast Ástralía og Svíþjóð í hinum undanúrslitaleiknum en sá leikur er sýndur beint á RÚV 2.
Athugasemdir
banner
banner
banner