Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. ágúst 2021 06:00
Victor Pálsson
Pulisic hvetur fólk til að tala um eigin vandamál
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um eigin andlegu heilsu en hann hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt á ferlinujm.

Pulisic er skærasta stjarna Bandaríkjamanna og hefur fundið fyrir mikilli pressu sem getur haft áhrif á andlega heilsu.

Hann segir að það sé engin skömm af því að tala við sálfræðing og hefur sjálfur gert það í gegnum tíðina.

Það geta vonandi allir tekið undir það enda er ekkert annað en heilbrigt að ræða um eigin vandamál.

„Þegar öll pressan er á þér þá getur það verið mikið. Persónulega, á þessum tíma þá leitaði ég til sálfræðings og það er eitthvað sem enginn ætti að skammast sín fyrir," sagði Pulisic.

„Það getur hjálpað að tala um tilfinningarnar. Það getur hjálpað svo mikið að opna sig. Ég hef persónulega gert það og séð aðra gera það."

„Þetta er um að koma þessu frá þér, það getur gert mikið."
Athugasemdir
banner
banner