Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. ágúst 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 7. sæti - „Nánast búnir að selja hann í ManPool liðin"
West Ham
Declan Rice, fyrirliði West Ham.
Declan Rice, fyrirliði West Ham.
Mynd: Getty Images
Stjórinn David Moyes.
Stjórinn David Moyes.
Mynd: EPA
Jarrod Bowen er frábær leikmaður.
Jarrod Bowen er frábær leikmaður.
Mynd: EPA
Gianluca Scamacca.
Gianluca Scamacca.
Mynd: Heimasíða West Ham
Helena hefur lengi haldið með West Ham.
Helena hefur lengi haldið með West Ham.
Mynd: Úr einkasafni
Bobby Moore og Martin Peters, heimsmeistarar.
Bobby Moore og Martin Peters, heimsmeistarar.
Mynd: Getty Images
Nayef Aguerd, miðvörður sem West Ham keypti í sumar.
Nayef Aguerd, miðvörður sem West Ham keypti í sumar.
Mynd: West Ham
Hvar endar West Ham á þessari leiktíð?
Hvar endar West Ham á þessari leiktíð?
Mynd: EPA
Síðast var niðurstaðan sjöunda sæti.
Síðast var niðurstaðan sjöunda sæti.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Fyrsti leikur er á föstudaginn.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það West Ham sem er spáð sjöunda sæti deildarinnar af okkar fréttafólki.

Um West Ham: Félagið hefur verið að taka mjög jákvæð skref síðustu árin og ætlar að vera að berjast með stóru strákunum á þessari leiktíð líkt og þeir gerðu á síðustu leiktíð. Það munaði ekki miklu að West Ham hefði endað fyrir ofan Manchester United á síðasta tímabili, það munaði sáralitlu.

Sumarið hefur verið afar gott fyrir West Ham, ekki síst í ljósi þess að þeir hafa náð að halda í sinn besta mann Declan Rice.

Komnir:
Gianluca Scamacca frá Sassuolo - 35 milljónir punda
Nayef Aguerd frá Rennes - 29,8 milljónir punda
Flynn Downes frá Swansea - 12 milljónir punda
Alphonse Areola frá PSG - 7,8 milljónir punda

Farnir:
Andriy Yarmolenko til Al-Ain - frítt
Ryan Fredericks til Bournemouth - frítt
Alex Kral til Spartak Moskvu - var á láni
David Martin fékk ekki nýjan samning
Mark Noble lagði skóna á hilluna

Lykilmenn: Declan Rice, Jarrod Bowen og Gianluca Scamacca verða mikilvægir fyrir West Ham í vetur. Rice er enskur landsliðsmaður og algjör leiðtogi í þessu liði. Bowen er líka orðinn landsliðsmaður eftir síðustu leiktíð þar sem hann var algjörlega frábær. Þá er Scamacca mættur frá Ítalíu og er honum ætlað að vera markahæstur. Það verður fróðlegt að sjá hversu vel og fljótt hann mun aðlagast nýju landi og nýrri deild.




West Ham hafi orðið heimsmeistarar 1966
Helena Valtýsdóttir hefur haldið með West Ham í fjölmörg ár. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um Lundúnafélagið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með West Ham af því að... Aðallega held ég af því að Bobby Moore var í liðinu. Þegar byrjað var að sýna enska boltann í sjónvarpinu hér þá voru Englendingar heimsmeistarar og allir aðalmennirnir í landsliðinu voru í West Ham. Bobby Moore var fyrirliði og eins og þeir vita sem komið hafa á Wembley þá er stytta af honum þar, og síðan Geoff Hurst og Martin Peters sem skoruðu mörkin í úrslitaleiknum. Við West Ham menn segjum gjarnan í gamni og alvöru að West Ham hafi orðið heimsmeistarar 1966.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var æði. Við höfum ekki oft verið í Evrópukeppni og þetta var þvílíkt ævintýri. West Ham komst í undanúrslitin í Evrópudeildinni og tapaði fyrir Frankfurt sem síðan urðu meistarar. Það voru svo margir æðislegir leikir, sá eftirminnilegasti í Lyon í átta-liða úrslitum. Frábærlega skemmtilegt tímabil. Vissulega nokkur vonbrigði að komast ekki aftur í Evrópudeildina en við erum þó í Evrópukeppni – þessari Conference keppni og það verður bara gaman hugsa ég. Hvað varðar næsta tímabil þá er ég ekki alveg viss. Sum lið hafa verið að styrkja sig ógurlega og það er alltaf áhyggjuefni en við höfum aðeins verið að bæta við mannskap og vonandi eiga fleiri eftir að koma. Ég vona bara að við höldum áfram á sömu braut og undanfarin tvö ár.

Hefur þú farið út til Englands til að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Ég hef mjög oft farið á leiki í Englandi. Ég elskaði gamla völlinn Boleyn Ground (eða Upton Park) og er ekki alveg búin að sættast við þann nýja en það er allt að koma. Ég stefni á að fara á leik í vetur – hef ekki farið síðan 2020.

Uppáhaldsleikmaðurinn í liðinu í dag? Rice er auðvitað í mestu uppáhaldi hjá mér, alltaf gaman þegar uppaldir strákar meika það. Annars er ég nokkuð ánægð með mannskapinn sem Moyes hefur verið að ná í, mættu bara vera fleiri.

Leikmaður í liðinu sem þú vildir losna við? Þetta er erfið spurning. Það er nokkrir leikmenn þarna sem hafa ekki verið að sýna mikið en allt í lagi að hafa þá í hópnum. Þetta eru leikmenn eins og Vlasic og Johnson til dæmis. En við verðum að passa að þynna hópinn ekki of mikið, alltaf verið svolíð óheppin með meiðsli í West Ham. Til dæmis meiddist nýr leikmaður okkar, Nayef Aguerd, í sínum fyrsta æfingaleik og verður frá í einhvern tíma.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Ef við höldum honum, þá Bowen. Hann var svo ofsalega góður í fyrra fannst mér. En svo er ég mjög spennt að sjá nýja framherjann, Gianluca Scamacca.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Einhvern frækinn framherja. Haaland örugglega (búin að fylgjast með honum í Dortmund og er mikill aðdáandi).

Ertu ánægð með knattspyrnustjórann? Já, ég held að Moyes sé nákvæmlega það sem við þurfum í West Ham. Hann er útsjónarsamur, er ekki að kaupa menn bara til að fylla upp í skarð heldur vill hann „réttu” leikmennina. Það fór reyndar allt of mikið púður í Jesse Lingard í sumar því Moyes er svo brjálæðislega þrjóskur – hans helsti galli. Og hann skiptir aldrei inn á fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins – það getur verið verulega þreytandi stundum.

Declan Rice hefur verið orðaður við stærstu félögin á Englandi. Hversu lengi heldurðu að hann verði í West Ham? Sko, ég veit nú ekki eiginlega hvað ég á að segja við þessu. Ég vona að hann verði sem lengst hjá okkur og ef hann fer þá verður það vonandi til einhverra utan Englands. Annars er ég orðin ógeðslega þreytt á að fylgjast með endalausum sögusögnum um hvert Rice sé að fara og hlusta á lýsingar þar sem menn eru nánast búnir að selja hann í ManPool liðin. Mér finnst þetta argasti dónaskapur og hroki – finnst stundum að þeir sem fjalla um fótbolta hér á landi haldi að hann snúist aðallega um pissukeppni milli Man Utd og Liverpool.

Í hvaða sæti mun West Ham enda á tímabilinu? Allt fyrir ofan áttunda sæti er gott. Það væri frábært ef við gætum haldið áfram að spila í Evrópu.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. West Ham, 133 stig
8. Leicester, 123 stig
9. Newcastle, 115 stig
10. Aston Villa, 99 stig
11. Wolves, 96 stig
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner