Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fös 02. ágúst 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Áhugaverð ummæli Ancelotti um framtíð sína
Ancelotti hefur unnið nokkra titla á sínum þjálfaraferli.
Ancelotti hefur unnið nokkra titla á sínum þjálfaraferli.
Mynd: EPA

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segir að hann geri ráð fyrir því að Real Madrid verði seinasta félagsliðið sem hann þjálfar á sínum ferli. Hann er þá ekki spenntur að taka við landsliði.


Samningur Ancelotti hjá Real Madrid rennur út eftir tvö ár. Á seinasta tímabili reyndi Brasilíska knattspyrnusambandið að ráða hann sem A-landsliðsþjálfara Brasilíska landsliðsins án árangurs.

Þessi 65 ára gamli Ítali er þó ekki hrifinn af tilhugsuninni um að skipta um félag fyrir land.

Mín hugmynd er sú að Real Madrid verði síðasta félagið mitt,“ sagði hann í hlaðvarpi Jon Obi Mikel, fyrrum miðjumanns Chelsea.

 „Ef það er tækifæri fyrir landslið veit ég það ekki.“ sagði hann og hélt svo áfram.

 „Ég er ekki svo spenntur fyrir því að þjálfa landslið því ég myndi missa það sem mér líkar best, frá degi til dags. Ég hef mjög gaman af því sem ég er að gera. Þetta er tímabil er númer 29 hjá mér sem þjálfari. Það er satt að ég hef unnið mikið af titlum en ímyndaðu þér þá fjölda titla sem ég hef tapað.“

Ancelotti var fyrsti stjórinn til að vinna deildirnar í fimm stærstu deildum Evrópu. Á Englandi með Chelsea, á Ítalíu með AC Milan, í Frakklandi með PSG, í Þýskalandi með Bayern Munchen og á Spáni með Real Madrid.

Hann er einnig sigursælasti þjálfarinn í sögu Meistaradeildarinnar. Hann vann með hana Madríd 2014, 2022 og 2024 og með AC Milan 2003 og 2007. 


Athugasemdir
banner