Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. september 2019 11:08
Magnús Már Einarsson
FIFA tilnefningar - Van Dijk, Ronaldo og Messi bestir
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru tilnefndir sem bestu leikmenn ársins í vali FIFA en þetta var tilkynnt í dag. Van Dijk var í síðustu viku valinn leikmaður ársins hjá UEFA.

Lucy Bronze, Alex Morgan og Megan Rapinoe eru tilnefndar sem knattspyrnukona ársins.

Pep Guardiola (Manchester City), Jurgen Klopp (Liverpool) og Mauricio Pochettino (Tottenham) eru tilnefndir sem þjálfarar ársins.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Milanó þann 23. september.

Besti knattspyrnumaður í heimi: Cristiano Ronaldo (Juventus/Portúgal), Lionel Messi (Barcelona/Argentína), Virgil van Dijk (Liverpool/Holland)

Besta knattspyrnukona í heimi: Lucy Bronze (Lyon/England), Alex Morgan (Orlando Pride/Bandaríkin), Megan Rapinoe (Reign FC/Bandaríkin)

Besti þjálfari í karlaflokki: Pep Guardiola (Manchester City), Jurgen Klopp (Liverpool), Mauricio Pochettino (Tottenham)

Besti þjálfari í kvennaflokki: Jill Ellis (Bandaríkin), Phil Neville (England), Sarina Wiegman (Netherlands)

Markverðir í kvennaflokki: Christiane Endler (Paris St-Germain/Síle), Hedvig Lindahl (Wolfsburg/Svíþjóð), Sari van Veenendaal (Atletico Madrid/Holland)

Markverðir í karlaflokki: Alisson (Liverpool/Brasilíu), Ederson (Manchester City/Brasilíu), Marc-Andre Ter Stegen (Barcelona/Þýskaland)

Puskas verðlaunin - Mark ársins Lionel Messi (Barcelona gegn Real Betis), Juan Quintero (River Plate gegn Racing Club), Daniel Zsori (Debrecen gegn Ferencvaros)
Athugasemdir
banner
banner