Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. október 2022 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Kári spáir í 1. umferð eftir skiptinguna
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Verður Adam Ægir á skotskónum.
Verður Adam Ægir á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fer Besta deildin aftur af stað eftir frí. Búið er að skipta deildinni í tvennt og eru fimm umferðir eftir.

Kjartan Kári Halldórsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í ár, spáir í leiki umferðarinnar sem framundan er. Umferðin byrjar að rúlla í dag með þremur leikjum.

Neðri hluti
Keflavík 2 - 1 ÍA (15:00 í dag)
Þetta verður baráttuleikur en Keflavík mun taka þetta með mörkum frá Adam Ægi og Joey Gibbs. ÍA mun reyna allt til að koma til baka en þeir seldu Gumma Tyrfings sem bjargaði þeim í Kef í fyrra þannig þeir ná bara einu marki sem kemur frá Sigurði Hrannari.

Fram 2 - 0 Leiknir R. (17:15 í dag)
Fram tekur þennan þægilega. Verður jafn fyrstu 20 mínúturnar en svo skorar Gummi Magg tvö og klárar leikinn.

ÍBV 1 - 0 FH (15:30 á miðvikudag)
Rok og rigning í Eyjum, sem eyjamenn elska og Andri Rúnar skorar úr umdeildu víti á 80 mínútu sem mun skilja liðin að.

Efri hluti
KA 0 - 2 KR (15:00 í dag)
KR koma brjálaðir og vinna óvæntan sigur á KA. Atli Sigurjóns setur eitt í fyrri og svo setur Stefán Árni eitt í seinni, 2-0 lokatölur.

Breiðablik 3 - 0 Stjarnan (19:15 á morgun)
Blikar ætla að klára deildina strax og taka Stjörnuna þægilega. Ísak Snær með tvö og Gísli Eyjólfs með eina sleggju, 3-0 lokatölur.

Víkingur R. 2 - 2 Valur (16:45 á miðvikudag)
Skemmtilegur leikur þar sem Aron Jó og Tryggvi Hrafn skora fyrstu tvö mörk leiksins, en þá kveikja Víkingar á sér og Ari Sigurpáls skorar. Pablo Punyed setur hann síðan úr aukaspyrnu, 2-2 lokatölur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner