Borussia Dortmund hefur tekist að gera samkomulag við Jamie Bynoe-Gittens um nýjan samning.
Þessi efnilegi kantmaður er með 18 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands, auk þess að hafa komið við sögu í 25 keppnisleikjum á ferli sínum hjá Dortmund.
Stjórnendur og þjálfarateymi Dortmund hafa miklar mætur á Bynoe-Gittens sem þeir telja að geti orðið mikilvægur hlekkur í liðinu á komandi árum.
Bynoe-Gittens skrifar undir samning sem gildir í tæplega fimm ár, eða til sumarsins 2028.
Signed, Sealed, and Delivered ????????
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 2, 2023
Jamie Bynoe-Gittens has extended his contract until 2028 ?? pic.twitter.com/wp7qXxOWr6
Athugasemdir