Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   mán 02. október 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bynoe-Gittens búinn að framlengja við Dortmund
Mynd: EPA
Borussia Dortmund hefur tekist að gera samkomulag við Jamie Bynoe-Gittens um nýjan samning.

Þessi efnilegi kantmaður er með 18 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands, auk þess að hafa komið við sögu í 25 keppnisleikjum á ferli sínum hjá Dortmund.

Stjórnendur og þjálfarateymi Dortmund hafa miklar mætur á Bynoe-Gittens sem þeir telja að geti orðið mikilvægur hlekkur í liðinu á komandi árum.

Bynoe-Gittens skrifar undir samning sem gildir í tæplega fimm ár, eða til sumarsins 2028.


Athugasemdir
banner