Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 02. nóvember 2019 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ben Foster: Ég hefði hætt í fótbolta
Mynd: Getty Images
Ben Foster varði mark Watford gegn Chelsea í dag og komst nálægt því að skora fyrsta mark ferilsins í uppbótartímanum.

Watford lenti 0-2 undir en minnkaði muninn úr vítaspyrnu á lokakaflanum. Á síðustu mínútum uppbótartímans fór Foster með í sóknina og gerði Kepa Arrizabalaga vel að verja skalla frá honum.

„Við áttum skilið að ná jafntefli. Við erum búnir að vera óheppnir á upphafi tímabils, við vitum að það er sigur handan við hornið. Við erum alveg að vera komnir á réttan stað," sagði Foster og hrósaði svo ungu liði Chelsea í hástert áður en hann fór að tala um færið sem hann fékk.

„Þetta er það næsta sem ég hef komist því að skora. Ég trúi ekki að hann hafi verið þetta, það er ástæða fyrir því að þeir eyddu svona miklum pening til að kaupa Kepa.

„Hefði ég skorað jöfnunarmarkið þarna þá hefði ég hætt í fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner