Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. nóvember 2019 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Martial þarf að þrá að skora mörk
Mynd: Getty Images
Anthony Martial, framherji Manchester United, er nýstiginn upp úr meiðslum. Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum eftir meiðslin og skorað í báðum þeim leikjum sem hann hefur byrjað.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ákvað fyrir tímabilið að Martial ætti að spila sem fremsti maður og Marcus Rashford var færður út á vinstri vænginn þegar Martial er heill.

„Ef þú ert í hlutverki 'Níunnar' í liðinu verðuru að þrá að skora mörk," sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leik United og Bournemouth sem hefst klukkan 12:30.

„Hann lítur alltaf meira og meira út eins og markaskorari en ekki leikmaður sem vill nota brögð til að fara framhjá leikmönnum."

„Hann hefur þroskast mikið og eftir nokkur ár munum við sjá hann upp á sitt allra besta. Hann lítur út fyrir að vera glaðari."


Solskjær staðfesti á fundinum að Victor Lindelöf, Rashford og Harry Maguire væru allir tæpir fyrir leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner