Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   lau 02. nóvember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Starfslið Amorim kemur með honum
Mynd: Getty Images

Manchester United staðfesti í gær að Rúben Amorim muni taka við liðinu á næstu dögum en Ruud van Nistelrooy mun stýra liðinu í næstu þremur leikjum.


Amorim greindi sjálfur frá því í gær að hann vildi taka við eftir tímabilið en Man Utd vildi fá hann strax og hann varð við þeirri beiðni.

Man Utd sagði ekki frá því hvort Van Nistelrooy yrði áfram í teymi Amorim en Nistelrooy segist sjálfur vilja vera áfram.

Amorim segist ætla að taka sitt teymi með sér sem hefur unnið með honum allan sinn þjálfaraferil frá 2018.


Athugasemdir
banner
banner
banner