Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Lennon: Mótmælin særðu mig
Neil Lennon, stjóri Celtic.
Neil Lennon, stjóri Celtic.
Mynd: Getty Images
Mótmæli fyrir utan Celtic Park.
Mótmæli fyrir utan Celtic Park.
Mynd: Getty Images
Neil Lennon, stjóri Celtic, segir að mótmæli stuðningsmanna hafi sært sig en viðurkennir að hann hefði sýnt því skilning ef hann hefði verið rekinn eftir tapið gegn Ross County.

Celtic hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum og Ross County sló liðið út úr deildabikarnum á sunnudaginn.

Stuðningsmenn Celtic eru ekki sáttir og boðað var til mótmæla við heimavöll liðsins þar sem kallað var eftir því að Lennon yrði rekinn.

„Maður varð sár eftir uppákomuna á sunnudag. Þetta voru vonbrigði. Ég skil pirring stuðningsmanna því okkur gengur ekki vel sem stendur. En mótmælin höfðu engan tilgang og hjálpa ekki leikmönnum," segir Lennon.

„Ég er nægilega gamall og reyndur til að taka við gagnrýni og slæmu umtali. Sumt af þessu á rétt á sér en annað fer yfir strikið. Þetta er hluti af því að vera stjóri og bera þessa ábyrgð."

„Leikmenn urðu varir við reiði stuðningsmanna. Þau komu sumum á óvart og sumum var brugðið. En þeir vilja komast á beinu brautina fyrir þá, félagið og fyrir mig."

Lennon hefur fundað með eigendum Celtic og nýtur enn stuðnings þeirra.

„Ég er þakklátur fyrir það að vinna undir stjórn sem rekur ekki stjóra án þess að hafa ástæðu. Við höfum notið mikillar velgengni saman. Við erum að fara í gegnum erfiða tíma," segir Lennon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner