Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 13:04
Elvar Geir Magnússon
Sonur Maradona vill að Messi gefi eftir treyjur númer 10
Lionel Messi í Newell’s Old Boys treyjunni.
Lionel Messi í Newell’s Old Boys treyjunni.
Mynd: Getty Images
Diego Armando Maradona Sinagra, einn af sonum Diego Maradona sem lést í síðustu viku, vill að Barcelona og argentínska landsliðið leggi treyjur númer tíu á hilluna til virðingar fyrir föður sínum.

Lionel Messi er númer 10, bæði hjá Barcelona og Argentínu.

Diego yngri fæddist í Napoli eftir að Maradona átti í leynilegu sambandi með móður hans.

„Ég er algjörlega á því að þau félög sem hann spilaði fyrir leggi treyju númer tíu á hilluna, þar á meðal Barcelona," segir sonurinn.

Messi fagnaði marki um helgina með því að fara úr treyjunni og opinbera Newell’s Old Boys treyju sem var tileinkuð Maradona.

„Þetta hafa verið mjög tilfinningamiklir dagar. Fögnuðurinn hjá Leo var sérstakur, ég táraðist þegar ég sá þetta," segir Diego yngri.

Hann hitti Maradona í fyrsta sinn 2003 eftir að hafa smyglað sér inn á golfvöll. Maradona samþykkti hann svo sem son sinn árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner