Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að mörg félög nagi sig núna í handarbökin út af Cavani
Cavani á æfingu hjá Man Utd.
Cavani á æfingu hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Luke Chadwick, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að mörg félög muni sjá eftir því að hafa ekki samið við Edinson Cavani síðasta sumar.

Cavani var lengi félagslaus eftir að samningur hans rann út hjá Paris Saint-Germain. Svo kom Manchester United og samdi við hann þegar félagaskiptaglugginn var í þann mund að loka.

Cavani hefur byrjað vel með United. Þessi 33 ára gamli sóknarmaður var hetja liðsins í endurkomusigri á Southampton um síðustu helgi; hann kom inn á og skoraði tvennu ásamt því að leggja upp eitt mark í 3-2 sigri.

„Eftir að hafa séð frammistöðu hans á sunnudag, þá er ég viss um að mörg félög naga sig í handarbökin að hafa ekki samið við hann. En þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur, þá vinnur það ekki með þér," sagði Chadwick við CaughtOffside.

„Hann virðist smellpassa fyrir það sem United vantar akkúrat núna; villidýr í teignum."

Chadwick segist sjálfur ekki alveg hafa verið sannfærður þegar Rauðu djöflarnir sömdu við Cavani.

„Ég var ekki 100 prósent sannfærður um hvað hann gæti enn boðið upp á, en hann lítur út fyrir að vera í ótrúlegu líkamlegu formi og hreyfingin sem hann er með - hann tapar henni ekki. Sú hreyfing hefur gert hann að markaskorara í heimsklassa."
Athugasemdir
banner
banner