Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Everton fundar um framtíð Benítez
Rafa Benítez
Rafa Benítez
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton fundaði um framtíð Rafael Benítez í gær og er möguleiki á því að hann taki poka sinn á næstu dögum. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti.

Everton tapaði sjöunda leik sínum í deildinni á tímabilinu er liðið fékk skell á Goodison Park gegn nágrönnunum í Liverpool, 4-1.

Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 27. september er það vann Norwich en starf Benítez hangir á bláþræði samkvæmt ensku miðlunum.

Þá sagði Galetti frá því í gær að Everton hafi boðað til neyðarfundar eftir tapið í gær og fundað þar um framtíð Benítez en samkvæmt hans heimildum gæti farið svo að hann stýri ekki liðinu gegn Arsenal um helgina.

Everton situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 15 stig úr fyrstu fjórtán leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner