Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 02. desember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði sigurmarkið gegn Frökkum og hætti svo í landsliðinu
Whabi Khazri.
Whabi Khazri.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Whabi Khazri hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með landsliði Túnis.

„Ég er stoltur af því sem ég hef gefið landinu mínu síðustu árin og ég trúi því að framtíðin fyrir þessa kynslóð sé björt," sagði Khazri.

Það síðasta sem hann gerði á sínum landsliðsferli var að skora sigurmark gegn heimsmeisturum Frakklands á HM í Katar. Því miður fyrir Túnis þá rétt misstu þeir af sæti í 16-liða úrslitum mótsins.

Khazri, sem er 31 árs, fæddist í Frakklandi og spilaði einn U21 landsleik með Frökkum áður en hann valdi að spila fyrir Túnis. Það var því örugglega enn sætara fyrir hann að skora þetta mark.

Khazri er fyrrum leikmaður Sunderland en hann spilar í dag með Montpellier í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner