Mario Balotelli sagði í viðtali á dögunum að Brendan Rodgers væri versti þjálfari sem hann hafi spilað undir á ferlinum.
Balotelli lék undir stjórn Rodgers hjá Liverpool tímabilið 2014-2015. Rodgers sagði á sínum tíma að hann væri frábær leikmaður og sá besti sem hann hafði þjálfað.
Balotelli svaraði því á Twitter (nú X) með því að segja: 'Brendan Rodgers þú ert líka besti stjóri sem ég hef haft' og endaði á þeirri setningu með grát tjámerk (e. emoji).
Hann opnaði sig í sjónvarpsviðtali á dögunum og sagði að Rodgers væri versti þjálfari sem hann hefur spilað fyrir.
„Brendan Rodgers er versti stjóri sem ég hef haft. Hann var bestur hvað varðar æfingar, halda í boltann og litlu leikina. En sem manneskja var hann algjör hörmung," sagði Balotelli.
Athugasemdir