Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 03. febrúar 2023 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Championship: WBA í fimmta sætið eftir sigur á Coventry
West Brom 1 - 0 Coventry
1-0 Grady Diangana ('15 )

WBA er komið upp í 5. sæti ensku B-deildarinnar eftir 1-0 sigur á Coventry City.

Grady Diangana skoraði sigurmarkið á 15. mínútu eftir að Jed Wallace stýrði löngu innkasti Darnell Furlong á fjærstöngina þar sem Diangana var mættur og skilaði boltanum í netið.

Heimamenn hefðu auðveldlega getað bætt við fleirum í fyrri hálfleik en misnotuðu nokkur góð færi.

Stjóri Coventry fékk nóg af frammistöðu liðsins og gerði þrefalda skiptingu þegar hálftími var eftir. Það virkaði ágætlega og fékk liðið tvö góð færi. David Button varði aukaspyrnu Gustavo Hamer áður en Viktor Gyokares klúðraði dauðafæri.

WBA hélt út og vann 1-0. Liðið er í 5. sæti með 44 stig en Coventry í 13. sæti með 38 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner