þri 03. mars 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lineker: Meiðsli Henderson gætu gert hann að leikmanni ársins
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Lineker var virkur á Twitter í kvöld og tjáði sig um viðureign Chelsea og Liverpool í enska bikarnum.

Chelsea vann leikinn 2-0 og talaði Lineker meðal annars um hversu mikið Liverpool hefur saknað Jordan Henderson í undanförnum leikjum.

Henderson er búinn að missa af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla og hefur Liverpool fengið sjö mörk á sig í þessum leikjum. Fyrsti leikurinn endaði með 3-2 sigri gegn West Ham en tapleikir gegn Watford og Chelsea fylgdu.

„Það eru góðar líkur á að meiðsli Jordan Henderson tryggi honum verðlaunin fyrir að vera besti leikmaður ársins. Stundum tekur maður ekki eftir mikilvægi leikmanna fyrr en þeir eru fjarverandi," skrifaði Lineker, sem grínaðist einnig með titilvonir Liverpool og að nú væri orðið heitt undir Jürgen Klopp eftir þrjú töp í fjórum leikjum.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner