Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. mars 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Fimm úr liði ársins farnir úr Pepsi Max-deildinni
Alex Þór Hauksson hélt út í atvinnumennskuna.
Alex Þór Hauksson hélt út í atvinnumennskuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal er farinn til Svíþjóðar.
Valgeir Lunddal er farinn til Svíþjóðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk félagslið eru á fullri ferð að búa sig undir komandi tímabil en þann 22. apríl fer Pepsi Max-deild karla af stað.

Áhugavert eru að fimm af þeim leikmönnum sem valdir voru í lið ársins á síðasta tímabili eru farnir úr deildinni og leika ekki hér á landi næsta sumar, eins og staðan er.

Þrír af þessum leikmönnum léku með Íslandsmeisturum Vals á síðasta tímabili. Það eru þeir Valgeir Lunddal Friðriksson, Lasse Petry og Aron Bjarnason.



Hinn 19 ára Valgeir var frábær á síðasta tímabili og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann var svo seldur til Häcken í Svíþjóð. Daninn Lasse Petry hélt heim og gekk í raðir HB Köge og Aron Bjarnason er nú genginn í raðir Sirius í Svíþjóð.

Alex Þór Hauksson var fyrirliði Stjörnunnar en þessi U21 landsliðsmaður er ný kominn til Svíþjóðar þar sem hann gekk í raðir Östers.



Þá var Valdimar Þór Ingimundarson valinn í lið ársins þrátt fyrir að hafa ekki klárað tímabilið með Fylkismönnum. Hann var seldur til Strömsgodset í Svíþjóð.

Að auki er einn leikmaður sem var á varamannabekknum í liði ársins einnig farinn út í atvinnumennskuna; Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson.

Þess má geta að í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 næsta laugardag verður opinberuð ný ótímabær spá fyrir Pepsi Max-deildina.

Sjá einnig:
Úrvalslið Pepsi Max-deildarinnar 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner