Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 03. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Hvað get ég eiginlega sagt?
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var orðlaus eftir ótrúlega fíaskóið sem átti sér stað í 2-2 jafnteflinu gegn Valencia í La Liga í gær.

Heimamenn í Valencia komust í 2-0 gegn toppliðinu en brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Jr sá til þess að koma Real Madrid aftur inn í leikinn með tveimur mörkum.

Seint í uppbótartíma stangaði Jude Bellingham boltanum í netið en sekúndu áður hafði Gil Manzano, dómari leiksins, flautað hann af.

Brahim Díaz kom með fyrirgjöfina og rétt eftir að hann var búinn að koma boltanum fyrir flautaði hann af og stóð markið því ekki. Í kjölfarið fékk Bellingham að líta rauða spjaldið, en Ancelotti var enn í áfalli eftir þetta atvik.

„Hvað get ég eiginlega sagt? Það er ekki margt sem ég get í raun sagt. Það gerðist eitthvað sem aldrei hefur áður gerst. Við erum ekki ánægðir með rauða spjaldið hans Jude. Eina sem hann sagði við dómarann er: „Þetta er fokking mark“. Hann móðgaði ekki Gil Manzano,“ sagði Ancelotti.

Real Madrid hefur áfrýjað rauða spjaldinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner