Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
banner
   sun 03. mars 2024 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Tæp tíu ár síðan Man Utd tapaði síðast eftir að hafa verið yfir í hálfleik
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði fyrir Manchester City, 3-1, á Etihad-leikvanginum í dag, en þetta var í fyrsta sinn síðan 2014 sem United tapar eftir að hafa verið yfir í hálfleik.

Marcus Rashford skoraði stórbrotið mark á 8. mínútu en það mark reyndist það eina í fyrri hálfleiknum.

Síðustu ár hafa sýnt okkur að þegar United er yfir í hálfleik þá tapar liðið ekki, en Man City ákvað að binda endi á það með því að skora þrjú í síðari.

Síðast þegar United tapaði eftir að hafa verið yfir í hálfleik var Louis van Gaal að þjálfa liðið.

Þá tapaði United fyrir Leicester, 5-3, en United fór á tæplega tíu ára skrið þar sem liðið vann 123 leiki og gerði 20 jafntefli eftir að hafa verið með forystu í hálfleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner