Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 03. apríl 2025 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Jökull Elísabetarson fór yfir málin.
Jökull Elísabetarson fór yfir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið hefst á mánudaginn.
Tímabilið hefst á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er orðinn mjög spenntur og það er skemmtileg vika í gangi núna. Stjörnuliðið er klárt, lokaundirbúningur í gangi. Við erum að leiðrétta hluti frá leiknum á laugardag (æfingaleikur gegn Vestra). Við munum koma inn í leikinn gegn FH af krafti," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Stjarnan byrjar Bestu deildina með leik gegn FH á mánudag en þá koma Hafnfirðingar í heimsókn á Samsungvöllinn.

Gengi Stjörnunnar hefur ekki verið gott frá því að liðið sneri heim úr æfingaferð. Hvað útskýrir það?

„Við vissum alltaf að leikirnir tveir beint eftir æfingaferð yrðu skrítnir. Við tökum frí eftir æfingaferð og fyrri leikurinn kemur inn í það frí. Í seinni leiknum voru menn búnir með einn dag eftir frí. Þetta var bara skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það samt, tveir leikir sem verða að engu og það er svolítið dýrt í undirbúningi liðsins. Það er eitthvað sem við munum skoða. Svo vorum við aðeins 'off' á móti KR, það var allt í lagi, ekkert hræðilegt. En það er alveg rétt, það eru ekki bara úrslitin heldur líka hefur frammistaðan og takturinn ekki verið góður eftir æfingaferð. Við höfum rætt og farið yfir það. Við notum það til að slípa okkur saman fyrir mót. Þetta er ekki neitt sem ég hef áhyggjur af," sagði Jökull.

Leikir Stjörnunnar eftir æfingaferð voru Lengjubikarsleikir gegn Keflavík, Leikni og KR og svo æfingaleikurinn gegn Vestra. Uppskeran eitt jafntefli og þrjú töp. Síðasti sigurleikur kom gegn Selfossi 11. febrúar.

Jökull segir að Garðbæingar séu ekki í leit að nýjum leikmanni. „Maður er auðvitað alltaf að velta fyrir sér hvort hópurinn þurfi einhverja styrkingu, hvort að það sé einhvers staðar sem við þurfum að bæta í og hvort hópurinn þurfi örvun með þeim hætti að taka inn nýjan leikmann. Það er ekki auðvelt að taka inn leikmann og ég er mjög ánægður með þá sem hafa komið inn. Veltan er mikil nú þegar milli tímabila, meiri en ég hefði kannski viljað og meira en verður undir eðlilegum kringumstæðum. Við erum opnir en ekki að leita."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner