Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 03. maí 2021 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Okkur langar bara að vinna þessa deild aftur og við stefnum á það"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, spáin kemur ekkert þannig á óvart. Við erum ekki búnir að vera að spila mikið út fyrir Austurlandið á þessu "undirbúningstímabili" og því sennilega ekki margir séð okkur. Bara eins og ég hef ekki séð flest öll liðin í deildinni heldur. Svo þetta er náttúrulega bara eitthvað gisk sem menn eru að setja í þetta. Svo geta lið breyst mikið rétt fyrir mót og fengið inn góða leikmenn," sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis, þegar hann var spurður hvort það kæmi á óvart að sér og sínum mönnum væri spáð í 4. sæti í 2. deild í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 4. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni? Mikil breyting fyrir Leikni að vera í 2. deild eftir ár í 1.?

„Mér líst bara vel á þetta. Held að það verði fullt af flottum og krefjandi leikjum í sumar. Það litla sem ég hef séð virðist vera flott. Veit ekki hvort að þetta sé einhver risa breyting. Við þurfum bara að setja okkar standard hátt og tækla þetta eins og við séum á Lengjudeildar leveli til að eiga skilið að fara þangað aftur."

Hver eru markmið Leiknis í sumar?

„Markmiðið er að ná í lið í hvern leik og helst vera með amk 3-4 varamenn :) . En svona án gríns þá langar okkur bara að vinna þessa deild aftur og við stefnum á það. Svo verður bara að koma í ljós hvar við stöndum gagnvart öðrum liðum í deildinni."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Við erum náttúrulega ekki með risa hóp svo það er bara allt til skoðunar sem kemur upp. Ég tel okkur vera með fín gæði í hópnum og vonandi verðum við bara heppnir með meiðsli og þess háttar og getum keyrt á þetta á þessum 17-18 sem við erum með."

Spennandi að mæta Fjarðabyggð í nágrannaslag?

„Það er alltaf gaman og spennandi að spila fótboltaleiki og það er bara eins á móti Fjarðabyggð."

Verða það algjör vonbrigði ef liðinu tekst ekki að fara upp?

„Vá, það er rosalega erfitt að svara þessu. Við höfum ekki enn náð að taka æfingu allir saman (21. apríl), svo við vitum ekki nákvæmlega hvað við erum með í höndunum og hver gæðin í liðinu eru. Við erum allavega í þessu til að vinna leiki og það eru alltaf vonbrigði þegar það gengur ekki upp. Við stefnum amk á að vera í þessari baráttu um að komast upp og svo getur þetta bara ráðist á einhverjum smáatriðum. Það verða amk algjör vonbrigði að vera ekki að berjast um þessi efstu 2 sæti," sagði Binni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner