Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Grannaslagur í Þorlákshöfn
Ægismenn eru aðeins einni deild fyrir neðan Selfyssinga í ár.
Ægismenn eru aðeins einni deild fyrir neðan Selfyssinga í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er einn skráður æfingaleikur hér á landi í dag. Þar eigast Ægir og Árborg við í nágrannaslagi í Þorlákshöfn.

Þetta verður síðasti leikur liðanna fyrir fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Ægir á þar afar erfiðan útileik gegn Þrótti á Vogum á laugardaginn á meðan Árborg tekur á móti Augnablik á sunnudaginn.

Árborg leikur í fjórðu deild á meðan Ægir og Augnablik eru bæði í þriðju deild. Þróttarar voru hins vegar meðal sterkari liða 2. deildar í fyrra.

Það eru líklega fleiri leikir sem munu fara fram í dag og óskum við eftir upplýsingum um alla æfingaleiki í gegnum tölvupóst á [email protected].

Leikur kvöldsins:
19:00 Ægir - Árborg (Þorlákshafnarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner