Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Okkur vantar pjúra backup fyrir Morten
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Emil Hallfreðsson í leiknum gegn Fram um síðustu helgi.
Emil Hallfreðsson í leiknum gegn Fram um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit ekki hvar við vorum í spánni vetur einhverntímann en síðan höfum við aðeins stigið í þessum væntinga leik. Þú vinnur ekkert mót og enga leiki með því að vera einhversstaðar í spám. Þetta er bara gert út frá því hvar sem þið eruð að gera þetta sjáið liðin á þeim tímapunkti. Þetta er augnabliks myndin á því sem menn upplifa og friður veri með því," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, um spá Fótbolta.net en liðinu er spáð 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

FH endaði í 3. sæti í fyrra en Ólafur segir skýrt markmið að berjast um titla í sumar.

„FH er alltaf að fara í mót til að berjast um titla. Það hefur ekkert breyst. Það eru stundum meiri líkur og þar af leiðandi minni líkur á öðrum tímapunkti en FH stefnir alltaf á að vera með lið sem getur gert sig gildandi í efri hlutanum," sagði Ólafur.

„Menn eru góðu vanir, liðið vann eða var í 2. sæti í 14-15 ár og svo koma tímabil þar sem lið taka dýfu. Við tókum dýfu niður í 5. sæti á markatölu árið 2018 og enduðum í 3. sæti í fyrra. Við enduðum í 5. sæti 2018 og gerum ekki lítið úr því. Það myndi ekki þykja djúp dýfa annars staðar en hún þykir það í FH."

Alltaf að skoða menn
FH fékk bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA í síðustu viku og Pétur Viðarsson hætti við að leggja skóna á hilluna. Má búast við að FH styrki hópinn meira áður en mótið hefst?

„Leikmannahópurinn er alltaf lifandi. Ef það er eitthvað spennandi sem býðst og okkur vantar þá erum við opnir fyrir því. Það eru töluvert breyttir tímar frá því þegar menn töluðu um að FH gæti ekki gert eitt né neitt. Við erum alltaf að skoða, hvort sem það er fyrir sumarið í sumar, 2021 eða 2022," sagði Ólafur sem er með augun opin fyrir framherja.

„Okkur vantar kannski pjúra backup fyrir Morten (Beck). Við erum nánast með tvo í öllum öðrum stöðum."

Ennþá óljóst með Emil
Emil Hallfreðsson hefur æft með FH að undanförnu og skoraði í æfingaleik gegn Fram um síðustu helgi. Hann bíður eftir að fá fregnir af því hvort tímabilið verði klárað í Serie C þar sem hann er samningsbundinn Padova til 30. júní.

„Emil er að æfa með okkur og svo kemur í ljós hvað verður. Hann er með samning til 30. júní og það verður að koma í ljós hvað gerist á Ítalíu. Ef hann verður heima þá væri voðalega gaman ef hann gæti komið aftur í FH og spilað," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner