Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Son um herþjálfunina: Gistum tíu saman í herbergi
Son í hernum.
Son í hernum.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min, leikmaður Tottenham, hefur tjáð sig um þriggja vikna herþjálfunina sem hann lauk nýlega. Son var í heimalandi sínu Suður-Kóreu til að uppfylla skyldur um herþjónustu.

Son stóð sig vel í þjálfuninni og var verðlaunaður fyrir hittni sína úr byssuskotum.

„Ég má ekki segja frá öllu sem ég gerði en ég naut þessarar lífsreynslu. Þetta voru erfiðar þrjár vikur. Fyrstu dagana þekkti maður engan og þetta var furðulegt en svo kynntumst við betur. Við eyddum öllum dögum saman, við vorum tíu saman í herbergi svo við urðum mjög nánir," segir Son.

„Við unnum saman og hjálpuðum hvor öðrum. Fyrstu dagana töluðum við ekkert saman en á endanum vorum við mikið að grínast í hvor öðrum og nutum þess að vera saman."

Son er klár í slaginn þegar enski boltinn byrjar aftur að rúlla síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner