Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 13:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man City og Man Utd: Ortega í rammanum - Fred á miðjunni
Mynd: Getty Images

Það er risaleikur í enska boltanum í dag þegar erkifjendurnir Manchester City og Manchester United mætast í úrslitum enska bikrsins klukkan 14.


Eins og miðlar voru að segja fyrir leikinn er Stefan Ortega í rammanum hjá Manchester City á kostnað Ederson.

Erling Haaland er mættur aftur í byrjunarliðið eftir að hafa setið á bekknum í síðasta leik deildarinnar gegn Brentford.

Alejandro Garnacho byrjar á bekknum hjá Manchester United og Fred er á miðjunni ásamt Casemiro og Christian Eriksen. Antony er ekki klár í slaginn.

Man City: Ortega, Walker, Dias, Akanji, Stones, Rodri, Silva, De Bruyne, Gundogan, Grealish, Haaland.
(Varamenn: Ederson, Phillips, Ake, Laporte, Alvarez, Mahrez, Foden, Palmer, Lewis.)

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Varane, Lindelof, Shaw, Casemiro, Eriksen, Fred, Fernandes, Rashford, Sancho.
(Varamenn Butland, Dalot, Maguire, Malacia, McTominay, Pellistri, Elanga, Garnacho, Weghorst.)


Athugasemdir
banner