Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. júní 2023 16:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Freysi ætlar að taka því rólega: Fer heim að sjá um fjölskylduna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Lyngby náði mögnuðum árangri í efstu deildinni í danmörku í dag þegar liðið hélt sér uppi eftir jafntefli í lokaumferðinni.


Freyr Alexandersson stýrir liðinu. Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Finnsson og Alferð Finnbogason leika með liðinu.

Freyr var að stýra liðinu í fyrsta sinn í efstu deild eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt eftir að hafa endað í 2. sæti í næst efstu deild á síðustu leiktíð.

Freyr var í viðtali hjá Tipsbladet eftir leikinn í dag.

„Vá, Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Ég er svo stoltur og ánægður fyrir hönd allra sem koma að þessu. Ég er hálf tómur, ég finn hvernig mér líður, þetta er einstakt," sagði Freyr.

Hann ætlar að taka því rólega í kvöld.

„Þeir (leikmennirnir) verða að skemmta sér. Ég ætla njóta mín í rútunni svo fer ég heim snemma því ég á ekkert eftir, ég fer bara og leggst upp í rúm," sagði Freyr.

„Við hittumst á morgun, helst með smá alkóhól í blóðinu eða smá þunnir. Það eru leikmenn sem ég vil kveðja og því miður veriðum við að ræða uppbyggingu."

Endaspretturinn hefur tekið mikið á Frey og það hefur haft áhrif á heimilislifið.

„Ég hef ekki verið til staðar fyrir fjölskylduna undanfarinn mánuð, bæði andlega og líkamlega. Þau eiga skilið að fá pabba sinn heim núna. Ég sakna þeirra, þetta er erfiður heimur stundum því þú ert á öðrum stað andlega. Mamma var í heimsókn fyrir tveimur vikum og ég man ekki eitt einasta samtal sem ég átti við hana," sagði Freyr.

„Nú fer ég heim að sjá um fjölskylduna."


Athugasemdir
banner
banner
banner