
„Þetta var taktískur leikur en við reyndum að sækja á markið en því miður tókst það ekki þó við höfum fengið færi en hún var góð í markinu," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals eftir 0-0 jafntefli við Þór/KA á hlíðarenda í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Þór/KA
Það var ekki mikið um færi í þessum leik en Pétur fannst aðeins eitt lið reyna að sækja þrjú stig í þessum leik.
„Við reyndum að vinna leikinn við reyndum að sækja og sækja og sækja eins og við gátum en sköpuðum okkur ekki nógu mikið af færum."
„Við erum að spila a móti íslandsmeisturum í dag sem að sátu með 11 leikmenn í vörn."
Fanndís Friðriksdóttir skrifaði nýlega undir samning við Val en hún er ekki gjaldgeng með liðinu fyrr en 15 júlí.
„Frábært fyrir íslenskan fótbolta að hafa hana hérna."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir