Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. júlí 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba sjaldan verið ánægðari - Efasemdaraddir kveiktu í honum
Pogba ásamt Bruno gegn Tottenham.
Pogba ásamt Bruno gegn Tottenham.
Mynd: Getty Images
Enginn leikmaður Manchester United var meira á milli tannanna á fólki, fyrir komu Bruno Fernandes í janúar, en franski miðjumaðurinn Paul Pogba. Það var alltaf stóra spurninginn. Mun Pogba yfirgefa United? Mun hann spila næstu leiki eða er hann að fara í aðgerð vegna óvæntra meiðsla?

Nýjustu fregnir herma að Paul Pogba hafi nánast aldrei verið sáttari með lífið hjá Rauðu djöflunum. Pogba vill vera áfram og er það að miklu leyti að þakka sambandi hans við stjórann, Ole Gunnar Solskjær. Þá segir einnig að hans helsta markmið á meðan stórlið í Evrópu höfðu áhuga í vetur hafi hugurinn verið einbeittur á að snúa til baka á völlinn með rauða liðinu í Manchester. Hann vildi þagga niður í efasemdaröddum herma heimildir ESPN.

Þetta tekur David Ornstein frá TheAthletic undir og segja bæði hann og ESPN frá því að samband Pogba og Solskjær hafi verið gott frá því að norski stjórinn stýrði unglingaliði United í fyrri tíð Pogba hjá félaginu. Þá er sagt frá því að fátt bendi til þess að Pogba sé á förum frá United.

Pogba hefur leikið undanfarna leiki með Bruno Fernandes á miðjunni og hefur United unnið síðustu tvo deildarleiki 3-0. Næsti leikur liðsins er gegn Bournemouth á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner