Í gær voru tíu ár liðin síðan Úrúgvæ vann Gana í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum á HM í Suður-Afríku.
Úrúgvæ vann í vítaspyrnukeppni en í blálok framlengingarinnar bjargaði Luis Suarez, framherji Úrúgvæ, með hendi á línu. Suarez fékk rauða spjaldið og Gana vítaspyrnu en Asamoah Gyan skaut í slána úr spyrnunni.
Suarez hefur ekki ennþá verið fyrirgefið í Gana fyrir að koma í veg fyrir sigurmark með hendi.
Úrúgvæ vann í vítaspyrnukeppni en í blálok framlengingarinnar bjargaði Luis Suarez, framherji Úrúgvæ, með hendi á línu. Suarez fékk rauða spjaldið og Gana vítaspyrnu en Asamoah Gyan skaut í slána úr spyrnunni.
Suarez hefur ekki ennþá verið fyrirgefið í Gana fyrir að koma í veg fyrir sigurmark með hendi.
„Það var svindlað á okkur. Þegar þú bjargar á línu með hendi þá á það að vera mark," sagði John Paintsil sem spilaði leikinn með Gana.
„Ég get ekki fyrirgefið honum því þetta var ekki slys. Hann veit hvað hann hefur gert. Við vorum grátandi því að maður sem svindlaði á okkur var fagnandi. Hvernig get ég fyrirgefið honum. Aldrei. Aldrei nokkurntímann."
Hér að neðan má sjá atvikið fræga.
Athugasemdir