sun 03. júlí 2022 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ætlar að funda með Firmino
Roberto Firmino
Roberto Firmino
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Roberto Firmino mun funda með stjórnarmönnum Liverpool á næstu vikum og fá framtíð sína á hreint en samningur hans við félagið rennur út á næsta ári.

Liverpool er þegar búið að missa einn leikmann úr gamla-tríóinu en Sadio Mané gekk í raðir Bayern München í síðasta mánuði.

Mohamed Salah framlengdi samning sinn við Liverpool til næstu þriggja ára á dögunum, en fyrri samningur átti að renna út á næsta ári og var ekki ljóst hvort hann yrði áfram eða ekki.

Liverpool vill ekki eiga í hættu á að missa Firmino í sumar eða á næsta ári, en það fer allt eftir því hvað kemur út á fundi stjórnarinnar og leikmannsins.

Ítalska félagið Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann og er reiðubúið að láta Liverpool fá franska miðjumanninn Adrien Rabiot í staðinn.

Liverpool hefur ekki áhuga á að selja hann en Mirror greinir frá því að enska félagið ætli að funda með Firmino í sumar og fá framtíðina á hreint.

Firmino er ekki lengur fastamaður í byrjunarliði Liverpool og spiltími hans minni en áður. Hann er að berjast um sæti í brasilíska landsliðinu og vill hann þá vita stöðuna fyrir komandi leiktíð.

Brasilíumaðurinn kom til Liverpool frá Hoffenheim fyrir sjö árum en hann hefur spilað 327 leiki og skorað 98 mörk á þeim tíma og unnið allt sem hægt er að vinna.
Athugasemdir
banner
banner