Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Danny Rose ræddi kynþáttafordóma í daglegu lífi
Mynd: Getty Images
Danny Rose, vinstri bakvörður Tottenham sem er á láni hjá Newcastle, ræddi um kynþáttafordóma sem hann upplifir í daglegu lífi sem svartur maður.

Rose hefur verið duglegur að ræða um kynþáttafordóma og vekja athygli á þeim í gegnum tíðina. Hann tók dæmi um fordóma sem hann upplifir í daglegu lífi í Second Captains hlaðvarpsþættinum.

„Þetta er ekki bara í fótboltanum. Í síðustu viku var ég stöðvaður af lögreglu, sem gerist vanalega þegar ég fer heim til Doncaster," sagði Rose.

„Í hvert skipti er ég spurður: 'Er þessi bíll stolinn? Hvar fékkstu þennan bíl? Hvað ertu að gera hérna? Geturðu sannað að þú keyptir bílinn?'

„Þetta hefur gerst síðan ég fékk bílpróf 18 ára og í hvert skipti sem ég er stöðvaður hlæ ég bara því ég veit hvað er í vændum. Svona er þetta bara, þetta gerist líka í lestinni.

„Eitt af síðustu skiptum sem ég fór í lest stöðvaði starfsmaður mig til að spyrja hvort ég vissi að ég væri í fyrsta farrými. Ég svaraði: 'Já, og hvað?' og hún bað um að sjá miðann og ég framvísaði honum. Á sama andartaki labba tvær manneskjur, hvítar manneskjur, framhjá okkur og ég spyr: 'Ætlarðu ekki að spyrja þau um miða?' og hún svarar: 'Nei, ég þarf þess ekki.'

„Sumt fólk hugsar að svona gerist bara en fyrir mér er þetta rasismi. Þetta eru hlutir sem ég þarf að lifa með, alltaf stöðvaður og beðinn um að sýna miðann. Þetta er daglegt brauð fyrir mig en mér finnst vandræðalegt að kvarta undan þessu eða tala um þetta yfir höfuð þegar ég sé hvað er að gerast í Bandaríkjunum. Þar er fólk er drepið af lögregluþjónum sem eiga að vernda þegna landsins."


Rose er 30 ára gamall og hefur spilað 29 landsleiki fyrir England. Hann á rúmlega 200 leiki að baki fyrir Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner