Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. ágúst 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Flest mörk skoruð í ítalska boltanum - 120 meira en á Englandi
Immobile stóð uppi sem markakongur í ítalska boltanum með 36 mörk.
Immobile stóð uppi sem markakongur í ítalska boltanum með 36 mörk.
Mynd: Getty Images
Ítalska deildin hefur oft verið gagnrýnd fyrir að vera of taktísk og bjóða ekki upp á næga skemmtun. Þessi umræða hefur gefið deildinni neikvæðan stimpil.

Þetta hefur þó ekki verið raunin undanfarin ár þar sem mörkunum hefur rignt niður og er nýliðið tímabil það markamesta í 69 ár, eða síðan 1950-51.

Í heildina voru 1154 mörk skoruð í Serie A, sem er fjórða markamesta ár frá upphafi ítalska boltans. Tímabilið 2016-17 er í fimmta sæti, en þá voru skoruð 1123 mörk.

Til samanburðar voru aðeins 1034 mörk skoruð á enska úrvalsdeildartímabilinu og 942 á Spáni.

Þýska deildin er þó sú fjörugasta en í henni voru skoruð 982 mörk þrátt fyrir að aðeins séu spilaðar 34 umferðir í stað 38. Það eru aðeins 18 lið í þýsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner