Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gundogan: Aðrir leikmenn þurfa að stíga upp
Gundogan og Aguero hafa verið samherjar í fjögur ár.
Gundogan og Aguero hafa verið samherjar í fjögur ár.
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan hefur trú á að Manchester City geti haft betur gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir fjarveru Sergio Agüero.

Agüero verður ekki með í leiknum vegna meiðsla og mun Gabriel Jesus væntanlega leiða sóknarlínu Man City, sem vann fyrri leikinn 1-2 í Madríd.

„Það eru vonbrigði að Sergio sé ekki klár. Við vonum að hann jafni sig sem fyrst því hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Meiðsli eru partur af leiknum og við þurfum að leysa úr þeim sem liðsheild, eins og við gerðum þegar Aymeric (Laporte) meiddist. Nú þurfum við að gera slíkt hið sama með Sergio," sagði Gündogan.

„Aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við erum með Gabby (Jesus) sem er stórkostlegur leikmaður en við eigum líka aðra leikmenn sem geta spilað fremst í hlutverki falskrar níu.

„Við munum augljóslega sakna hans en ég er viss um að við munum gera vel án hans."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner