Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. ágúst 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Militao: Ég mun eiga góðan leik gegn City, treystið mér
Militao er 22 ára gamall og kostaði um 50 milljónir evra. Hann er búinn að spila 19 leiki á sínu fyrsta tímabili í höfuðborg Spánar.
Militao er 22 ára gamall og kostaði um 50 milljónir evra. Hann er búinn að spila 19 leiki á sínu fyrsta tímabili í höfuðborg Spánar.
Mynd: Getty Images
Real Madrid heimsækir Manchester City í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á föstudaginn.

Man City vann fyrri leikinn 1-2 á Santiago Bernabeu og er Sergio Ramos, fyrirliði Real, í leikbanni fyrir seinni leikinn.

Brasilíska ungstirnið Eder Militao mun vera í hjarta varnarinnar og segir hann stuðningsmönnum Real að þeir þurfi ekki að óttast þó Ramos sé fjarverandi.

„Þetta verður einstök stund fyrir mig. Ramos verður ekki með og ég þarf að sýna hjartað mitt og leggja allt í sölurnar. Ég verð að sýna hvað í mér býr," sagði Militao og var með skilaboð til stuðningsmanna Real.

„Madridistas: við munum ekki vera með fyrirliðann okkar gegn City en ég verð inná vellinum. Ég mun eiga góðan leik, treystið mér. Við munum standa uppi sem sigurvegarar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner