Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford besti ungi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hlýtur Premier League Academy Graduate verðlaunin í ár fyrir framúrskarandi frammistöðu jafnt innan sem utan vallar á nýliðnu deildartímabili.

Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru gefin eftir að Trent Alexander-Arnold hlaut þau í fyrra. Verðlaunin eru veitt leikmönnum sem eru framúrskarandi bæði innan og utan vallar.

Hinn 22 ára gamli Rashford var markahæsti maður Manchester United á tímabilinu með 22 mörk en það er ekki það eina sem telur. Rashford lagði allt í sölurnar utan vallar, meðal annars til að hjálpa börnum í neyð, og er rödd hans orðin afar hávær á samfélagsmiðlum.

Aðeins uppaldir leikmenn sem eru 23 ára eða yngri geta hlotið verðlaunin, leikmenn sem hafa tekið stökkið úr unglingaakademíu yfir í úrvalsdeildina.

„Við fyllumst stolti í hvert sinn sem við sjáum Marcus á fótboltavelli, hvort sem það er með Manchester United eða enska landsliðinu," sagði Neil Saunders, yfirmaður þróunarstarfs í ensku úrvalsdeildinni.

„Það sem hefur veitt okkur og allri þjóðinni sannan innblástur er hegðun Marcus utan vallar - hans mikilvæga starf í þágu samfélagsins. Marcus er frábær fyrirmynd fyrir unga knattspyrnumenn og stórkostlegur sendiherra fyrir Manchester United og allt uppeldisstarf á Englandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner