Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. ágúst 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rúmar 8 milljónir Breta horfðu á úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Arsenal hafði betur gegn Chelsea í úrslitaleik FA bikarsins á laugardaginn þökk sé tvennu frá Pierre-Emerick Aubameyang.

Leikurinn fékk gríðarlega mikið áhorf og horfðu rúmlega 8 milljónir Breta á leikinn á breska ríkissjónvarpinu, BBC.

Mest voru 8,2 milljónir Breta að horfa samtímis, sem er áhorfendamet fyrir 2019-20 tímabilið.

Rétt tæpur helmingur allra Breta sem voru að horfa á sjónvarpið þegar leikurinn var í gangi fylgdust með, eða 46,1% allra þeirra sem voru með kveikt á sjónvarpinu.

Leikurinn var skemmtilegur og stóð Arsenal uppi sem sigurvegari enn eina ferðina. Arsenal er sigursælasta lið ensku bikarkeppninnar með fjórtán titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner