þri 03. ágúst 2021 22:14
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Óvænt tap hjá Rangers - Ögmundur ekki með Olympiakos í jafntefli
Lærisveinar Steven Gerrard töpuðu óvænt fyrir Malmö
Lærisveinar Steven Gerrard töpuðu óvænt fyrir Malmö
Mynd: Getty Images
Sænska liðið Malmö vann óvæntan 2-1 sigur á skosku meisturunum í Rangers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ögmundur Kristinsson var þá ekki í hóp hjá Olympiakos sem gerði 1-1 jafntefli við Ludogorets frá Búlgaríu.

Steven Gerrard hefur gert góða hluti með Rangers frá því hann tók við liðinu fyrir þremur árum en hann og lærisveinar hans máttu þola óvænt tap gegn Malmö í Svíþjóð í kvöld.

Sören Rieks og Veljko Birmančević skoruðu tvö mörk snemma í síðari hálfleik áður en Steven David minnkaði muninn eftir sendingu frá Ryan Kent undir lokin.

Rangers spilar síðari leikinn við Malmö í Glasgow í næstu viku.

Ögmundur Kristinsson var þá ekki í hópnum hjá Olympiakos sem gerði 1-1 jafntefli við Ludogorets. Hinn 19 ára gamli Konstantinos Tzolakis stóð á milli stanganna og þá var tékkneski markvörðurinn Tomas Vaclik á bekknum.

Mónakó vann þá Spörtu Prag, 2-0. Aurelien Tchouameni og Kevin Volland skoruðu mörk Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner