Wolves seldi í gær portúgalska leikmanninn Daniel Podence til sádi-arabíska félagsins Al Shabab en kaupverðið nemur um 3 milljónum punda.
Þessi 28 ára gamli vængmaður var á mála hjá Úlfunum í fjögur ár en áður lék hann með Olympiakos og Sporting.
Podence lék 105 leiki og skoraði 16 mörk á tíma sínum hjá Úlfunum en á síðustu leiktíð lék hann á láni með Olympiakos þar sem hann kom að 28 mörkum og var einn af bestu leikmönnum ársins í Grikklandi.
Portúgalinn er nú genginn í raðir Al Shabab í Sádi-Arabíu fyrir þrjár milljónir punda og fær Wolves 25 prósent af næstu sölu.
Podence á einn A-landsleik fyrir Portúgal en hann lék síðustu fimmtán mínúturnar í 3-0 sigri á Svíþjóð í Þjóðadeildinni.
???????????? Daniel Podence joins Al Shabab on €5m fee from Wolves, also with a 35% sell-on clause included in the deal. pic.twitter.com/2Dr92kUekE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2024
Athugasemdir