Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 03. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Wolves selur Podence til Sádi-Arabíu (Staðfest)
Mynd: EPA
Wolves seldi í gær portúgalska leikmanninn Daniel Podence til sádi-arabíska félagsins Al Shabab en kaupverðið nemur um 3 milljónum punda.

Þessi 28 ára gamli vængmaður var á mála hjá Úlfunum í fjögur ár en áður lék hann með Olympiakos og Sporting.

Podence lék 105 leiki og skoraði 16 mörk á tíma sínum hjá Úlfunum en á síðustu leiktíð lék hann á láni með Olympiakos þar sem hann kom að 28 mörkum og var einn af bestu leikmönnum ársins í Grikklandi.

Portúgalinn er nú genginn í raðir Al Shabab í Sádi-Arabíu fyrir þrjár milljónir punda og fær Wolves 25 prósent af næstu sölu.

Podence á einn A-landsleik fyrir Portúgal en hann lék síðustu fimmtán mínúturnar í 3-0 sigri á Svíþjóð í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner