Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 03. október 2022 10:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki hægt að nefna United í sömu setningu og City
Ten Hag og Pep Guardiola
Ten Hag og Pep Guardiola
Mynd: EPA
Manchester City vann 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. City komst í 4-0 og 6-1 í gær og voru það þeir Erling Braut Haaland og Phil Foden sem sáu um markaskorunina.

Antony minnkaði muninn í 4-1 og Anthony Martial skoraði síðustu tvö mörk United til að laga stöðuna aðeins í lokin. Þriggja marka munur staðreynd en yfirburðir City voru mjög miklir. Phil McNulty hjá BBC rýndi í leikinn og ritaði nokkur orð.

„Þetta kristallaði markmið United á tímabilinu. Það hlýtur að vera topp fjórir því það er ekki hægt að nefna liðið í sömu setningu og City. Það vantaði allan vilja á verstu tímapunktum leiksins, og þeir voru margir, og minntu á vonda tíma undir Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick."

„6-3 lítur ekkert svo illa út en það segir alls ekki alla söguna. Ekki einu sinni smá af henni. Þetta var algjört rúst, tvö mörk í lokin frá United gefa ranga mynd af því hversu langt Manchester City er á undan Manhcester United."

„Síðustu úrslit hafa ekki platað Ten Hag, en þetta hlýtur að hafa verið ein kaldasta sturta fyrir þá United menn sem hafa haldið að þeir væru að nálgast það lið sem þeir vilja berjast við,"
skrifar McNulty.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner