Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenskt dómarateymi í Evrópukeppni unglingaliða
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir dómarar munu dæma í UEFA Youth League, Evrópukeppni félagsliða, miðvikudaginn 5. október.

Leikurinn er á milli Hibernian FC Youth frá Skotlandi og Molde sem er frá Noregi.

Helgi Mikael Jónasson verður aðaldómari í leiknum og þeir Kristján Már Ólafs og Eysteinn Hrafnkelsson verða honum til aðstoðar.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma á miðvikudaginn. Þetta er síðari leikur liðanna í einvígi. Molde vann fyrri leikinn á heimavelli sínum, 1-0.

Þetta er ekki fyrsta einvígið sem Helgi Mikael og hans teymi fær að dæma á erlendri grundu en þeir dæmdu leik Barcelona og Viktoria Plzen í þessari sömu keppni í síðasta mánuði. Þá dæmdi Helgi Mikael tvo leiki í undankeppni EM U19 karla í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner