Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. október 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Frammistaða McTominay heldur Casemiro á bekknum
Mynd: Getty Images

Hinn þrítugi Casemiro á enn eftir að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni en margir furða sig á því.


Síðan Casemiro gekk til liðs við félagið frá Real Madrid hefur liðið leikið sjö leiki og aðeins tapað tveimur, m.a. eina byrjunarliðsleik Casemiro til þessa gegn Real Sociedad.

Erik ten Hag segir að gott gengi sé að koma í veg fyrir að Casemiro komist í liðið eins og staðan er í dag.

„Hef ekkert á móti Casemiro, McTominay er búinn að standa sig gríðarlega vel og liðið hefur verið á góðu skriði. Ég er viss um að hann (Casemiro) verði mikilvægur í framtíðinni. Hann mun detta inn í liðið en það verður að koma á nátturulegan hátt," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner