Þrátt fyrir að hafa tapað gegn Úlfunum um síðustu helgi þá er Manchester City enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal átti ekki í vandræðum með að vinna Bournemouth og Tottenham vann Arsenal. Garth Crooks hjá BBC hefur valið lið umferðarinnar.
Markvörður - Sam Johnstone (Crystal Palace): Hélt hreinu þegar Palace vann sigur gegn Manchester United.
Varnarmaður - Craig Dawson (Wolves): - Átti gjörsamlega magnaðan leik í vörn Wolves þar sem hann var að kljást við Erling Haaland og félaga í Manchester City. Úlfarnir unnu glæsilegan sigur.
Varnarmaður - Tom Lockyer (Luton Town): Fyrirliðinn frábær í fyrsta sigri Luton, liðið lagði Everton.
Varnarmaður - Joachim Andersen (Crystal Palace): Hjálpaði Palace að halda hreinu gegn Rauðu djöflunum og skoraði að auki sigurmarkið. Draumadagur danska miðvarðarins.
Miðjumaður - Conor Gallagher (Chelsea): Öflugur og langþráður sigur gegn Fulham. Loksins náði Chelsea að sýna almennilega frammistöðu og Gallagher var miðpunkturinn.
Miðjumaður - Douglas Luiz (Aston Villa): Algjör lykilhlekkur á miðju Aston Villa. Var meðal markaskorara í ótrúlegum 6-1 sigri gegn Brighton.
Miðjumaður - Martin Ödegaard (Arsenal): Skoraði úr víti, krækti í víti og átti stoðsendingu þegar Arsenal vann afskaplega sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth.
Miðjumaður - Yves Bissouma (Tottenham): Í liði vikunnar aðra umferðina í röð. Átti frábæran leik í sigri Tottenham gegn Liverpool, þar sem dómaraskandall hirti fyrirsagnirnar.
Sóknarmaður - Carlton Morris (Luton Town): Maðurinn sem Luton treystir á að skora mörkin. Skoraði í sigrinum gegn Everton.
Sóknarmaður - Ollie Watkins (Aston Villa): Skoraði þrennu í 6-1 sigri Aston Villa gegn Brighton. Hvað kom eiginlega fyrir Brighton?
Athugasemdir